Jokic refsað fyrir að gefa eiganda mótherjanna olnbogaskot í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:31 Nikola Jokic lenti í útistöðum við eiganda mótherjanna í leiknum. Þarna gekk mikið á við hliðarlínuna. AP/Matt York Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það dugði þó ekki til því Phoenix Suns vann sigur á Denver Nuggets og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni í 2-2. Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023 NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023
NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira