Harden magnaður þegar Philadelphia jafnaði metin eftir framlengdan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 23:01 James Harden fagnar hér með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Stórkostleg frammistaða James Harden leiddi Philadelphia 76´ers til sigurs gegn Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2. Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira