Handbolti

Gríðarleg spenna í Þýskalandi: Gísli Þorgeir með 4 mörk í sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg Vísir/Getty

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Gísli Þor­geir Kristjáns­son, skoraði fjögur mörk í sigri Mag­deburg á Bergischer í þýsku úr­vals­deildinni í dag. Sigurinn er mikil­vægur fyrir Mag­deburg sem reynir að skáka Kiel á toppi deildarinnar.

Það var hollenski lands­liðs­maðurinn Kay Smits sem fór fyrir liði Mag­deburgar í sigri liðsins gegn Bergischer í dag. Smits skoraði 10 mörk í leiknum.

Gísli Þor­geir reyndist einnig drjúgur fyrir Mag­deburg sem er efitr sigurinn með 47 stig í 2.sæti þýsku úr­vals­deildarinnar, sama stiga­fjölda og  topplið Kiel sem á þó leik til góða.

Kiel tók ein­mitt á móti Bur­gdorf í dag og vann þar afar öruggan tíu marka sigur, 33-23. Nicklas Ekberg og norska stór­stjarnan Sander Sagosen fóru fyrir Kiel í leiknum og voru hvor um sig með sjö mörk.

Þá unnu læri­sveinar Guð­jóns Vals Sigurðs­sonar í Gum­mers­bach góðan eins marks sigur á Er­len­gen, 32-31. Sigurinn gerir það að verkum að Gum­mers­bach kemst upp fyrir Erlangen í deildinni og situr nú í 8.sæti með 28 stig. Elliði Snær Viðars­son skoraði 6 mörk í sigri Gum­mers­bach í dag.

Þá gerði Leipzig, sem spilar undir stjórn Rúnars Sig­tryggs­sonar, jafn­tefli við fall­bar­áttu lið Minden í dag, 31-31. Leipzig er sem stendur í 13.sæti deildarinnar með 25 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×