Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Smári Jökull Jónsson skrifar 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel Vilhjálmsson gerir ráð fyrir að spila áfram körfubolta á næstu leiktíð. Vísir Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hætti sem leikmaður karlaliðs og þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í gær. Bróðir hans hætti sem þjálfari karlaliðsins fyrr í vor en hann segir það hafa lítið að segja um ákvörðunina. Frá árinu 2008 er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með hérlendis en þó með hléum þar sem hann lék erlendis um hríð. Hann hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár og einnig náð góðum árangri sem þjálfari kvennaliðsins. Fjölskyldutengdar ástæður liggi hins vegar að baki ákvörðun gærdagsins. „Ég á tvö lítil börn og eins og staðan er í dag, og er búin að vera síðustu fjögur ár, þá er ég að fara út af heimilinu klukkan svona fjögur, hálf fimm. Þau eru að koma úr leikskóla um fjögurleytið. Ég næ hálftíma á dag og mér finnst það bara ekki nóg. Ég var að eignast börn til að vera með þeim og eyða tíma með þeim,“ sagði Hörður Axel í samtali við Val Pál Eiríksson en viðtalið birtist í Sportpakka gærdagsins. Hörður Axel segist gera ráð fyrir að halda áfram að spila en mun leggja þjálfaraflautuna á hilluna. „Hvar það verður hef ég ekki hugmynd um. Mér fannst réttast gagnvart öllum að koma hreint fram við Keflavík og rifta áður en ég færi að spá og horfa í kringum mig,“ en Hörður segir ákvörðunina ekki hafa með ákvörðun bróður hans, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, að gera að hætta sem þjálfari Keflavíkur. „Auðvitað myndi ég vilja spila fyrir bróður minn og við erum mjög nánir og allt það. Fyrst og fremst er ég að hugsa um sjálfan mig. Þetta eru búin að vera fjögur ár sem hann hefur þjálfað og auðvitað hefði margt getað farið betur en ég held að hann sé búinn að vinna mjög gott starf fyrir Keflavík,“ bætir Hörður Axel við og segir í sjálfu sér engin særindi vera gagnvart Keflavík. Allt viðtalið við Hörð Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir nánast framhaldið hjá honum og hvar hann er ekki til í að spila á næstu leiktíð. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hætti sem leikmaður karlaliðs og þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í gær. Bróðir hans hætti sem þjálfari karlaliðsins fyrr í vor en hann segir það hafa lítið að segja um ákvörðunina. Frá árinu 2008 er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með hérlendis en þó með hléum þar sem hann lék erlendis um hríð. Hann hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár og einnig náð góðum árangri sem þjálfari kvennaliðsins. Fjölskyldutengdar ástæður liggi hins vegar að baki ákvörðun gærdagsins. „Ég á tvö lítil börn og eins og staðan er í dag, og er búin að vera síðustu fjögur ár, þá er ég að fara út af heimilinu klukkan svona fjögur, hálf fimm. Þau eru að koma úr leikskóla um fjögurleytið. Ég næ hálftíma á dag og mér finnst það bara ekki nóg. Ég var að eignast börn til að vera með þeim og eyða tíma með þeim,“ sagði Hörður Axel í samtali við Val Pál Eiríksson en viðtalið birtist í Sportpakka gærdagsins. Hörður Axel segist gera ráð fyrir að halda áfram að spila en mun leggja þjálfaraflautuna á hilluna. „Hvar það verður hef ég ekki hugmynd um. Mér fannst réttast gagnvart öllum að koma hreint fram við Keflavík og rifta áður en ég færi að spá og horfa í kringum mig,“ en Hörður segir ákvörðunina ekki hafa með ákvörðun bróður hans, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, að gera að hætta sem þjálfari Keflavíkur. „Auðvitað myndi ég vilja spila fyrir bróður minn og við erum mjög nánir og allt það. Fyrst og fremst er ég að hugsa um sjálfan mig. Þetta eru búin að vera fjögur ár sem hann hefur þjálfað og auðvitað hefði margt getað farið betur en ég held að hann sé búinn að vinna mjög gott starf fyrir Keflavík,“ bætir Hörður Axel við og segir í sjálfu sér engin særindi vera gagnvart Keflavík. Allt viðtalið við Hörð Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir nánast framhaldið hjá honum og hvar hann er ekki til í að spila á næstu leiktíð.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira