Er saga Kvennaskólans í Reykjavík ekki neins virði? Þengill Fannar Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:31 Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar