Lýðræði barna og ungmenna er í hættu Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar 29. apríl 2023 11:31 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun