Lýðræði barna og ungmenna er í hættu Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar 29. apríl 2023 11:31 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun