„Meira hungur í henni heldur en mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 11:01 Haukakonur hafa blómstrað undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira