„Meira hungur í henni heldur en mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 11:01 Haukakonur hafa blómstrað undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita