Landsvirkjun perlar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Eins og allir vita gengur villtur lax víða upp íslenskar ár, þar sem hann hrygnir á haustin. Að vori klekjast út seiði sem dvelja í ánni næstu árin áður en þau fljóta til sjávar þar sem þau vaxa og eflast. Að nokkrum árum liðnum ganga fiskarnir aftur upp fyrrum klaká sína til að hrygna og þannig gengur æviferill laxins í sömu á, kynslóð eftir kynslóð. Til marks um einstakan líffræðilegan fjölbreytileika laxfiska, fóstrar því hver laxá sinn eigin stofn – hann er aðlagaður henni og því einstakur. Laxastofnar í hættu Mannvirkjagerð hefur í flestum löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi gengið að stofnum Atlantshafslaxins nánast dauðum. Stíflur og virkjanir hafa áhrif bæði á uppgöngu hrygnandi laxa úr sjó, sem og niðurgöngu seiða til sjávar, en þau þurfa að komast hratt og örugglega niður árnar. Allar hindranir á vegferð fisks upp eða niður skerða lífslíkur hans stórlega og jafnvel hreinar vatnsforðastíflur án virkjana eru mjög skaðlegar. Í Evrópu eru nú flest stórfljót margstífluð enda lífríki næstum alls staðar afar illa farið. Nýjar vatnsaflsvirkjanir eru hér um bil einvörðungu leyfðar þar sem stíflur hafa þegar verið reistar. Þótt Landsvirkjun sé ekki þekkt fyrir að bera hag lífríkis landsins sérstaklega fyrir brjósti, hefur hún vegna mótstöðu heimafólks við Þjórsá neyðst til að hugleiða afdrif laxastofnsins í ánni. Eins og fram kemur í umhverfismati frá 2003 gerðu upprunalegar hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár ráð fyrir að laxaseiðum yrði einfaldlega dembt yfir stíflur á yfirfalli (!) en þær lögðust illa í vísindamenn og stjórnvöld. Um 2012 setti Landsvirkjun því fram „mótvægisaðgerð“: hugmynd um „seiðafleytu“ sem skyldi passa upp á að seiðin færu hratt og örugglega framhjá stíflum og út í farveg Þjórsár neðan þeirra (reyndar hálfþurran farveg, en það var ekki talið stórmál). Hófst þá hönnun þeirrar útfærslu. Perlað Til að kanna ætlaða hegðun laxaseiðanna og hvernig þau gætu komist niður um seiðafleytu virkjana í neðri Þjórsá smíðaði rannsóknarhópur Landsvirkjunar, með þátttöku verkfræðistofa og tveggja íslenskra háskóla stórt líkan af Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár, með stíflum, inntaki og sérstakri seiðafleytu. Í þetta módel hellti svo hópurinn hrúgum af gulu „perli“, hinum sívinsælu litlu plastsívalningum sem leikskólabörn þekkja svo vel. Landsvirkjun og samrannsakendur gáfu sér sem sagt þá grunnforsendu við líkanagerð og útreikninga að laxaseiði höguðu sér líkt og perl. Ef lesendur trúa þessu ekki má skoða myndband Landsvirkjunar af „rannsókninni“ á hegðun laxaseiða við seiðafleytu Urriðafossvirkjunar hér: Straumfræðilegt líkan af Urriðafossvirkjun. Hið augljósa vandamál við þessa nálgun er að laxaseiði eru ekki viljalausar fisléttar plastagnir fljótandi í tilgangsleysi á vatnsyfirborðinu, lausar við öll skynfæri og áttun í straumvatninu þar sem þau klekjast út og alast upp. Þau eru ekki lítil gul leikskólaperl, sama hversu mikið það auðveldar tilraunir Landsvirkjunar og skilar heppilegum niðurstöðum. Rannsakendur virðast reyndar átta sig á þessu því skýrslur, rannsóknir og ritgerðir tengdar hönnuninni eru fullar af orðum eins og „vonandi“, „lagt er til“, „reiknum með að“, „séu seiði við yfirborð“, „talið er“ og svo má lengi halda áfram. Með öðrum orðum eru hugmyndir Landsvirkjunar um virkni seiðafleytunnar byggðar á óskhyggju, vonum um að hönnunarforsendur standist, og að seiðin láti einhvern veginn að stjórn og fari eftir leiðbeiningum. Já, ef þau nú bara halda sig við yfirborðið og haga sér eins og litla gula perlið í líkaninu fer allt vel. Neyðaráætlanir? En munu þau gera það? Hvað gerist ef hönnunarforsendur Landsvirkjunar standast ekki og seiðin rata til dæmis ekki niður seiðafleytuna, sogast niður í túrbínurnar, laskast illa á niðurleiðinni, tefjast of lengi í lóninu, eða verða afætum að bráð í hálfþurrum farveginum neðan stíflunnar? Jah, þá er einfaldlega engin lausn til. Tíminn til viðbragða er skammur og ef allt fer á versta veg er ekkert hægt að gera. Landsvirkjun hefur neitað að láta stofnunum í té neyðaráætlanir, svo hægt sé að leggja mat á raunhæfni þeirra. Laxastofn deyr Í minnisblaði sem Hafrannsóknunarstofnun og Veðurstofa Íslands unnu fyrir Landsvirkjun í lok árs 2022 kemur fram að „ef svo færi að mótvægisaðgerðir virka alls ekki, og ekkert væri að gert, yrði ekki lax ofan stíflu Hvammsvirkjunar, stofn laxa ofan Búða myndi minnka um sem nemur 64% og heildarstofn laxa í Þjórsá myndi dragast saman um 31%.“ Þetta er í samræmi við nýlegar greinar Elvars Arnar Friðrikssonar og Gísla Sigurðssonar um skelfileg áhrif áætlaðrar Hvammsvirkjunar á laxinn. Út frá minnisblaði Hafró og Veðurstofunnar og þeirri staðreynd að Landsvirkjun hefur enga leið til að bregðast við ef perl hegða sér ekki eins og lifandi laxaseiði, er Hvammsvirkjun ekkert annað en glæfraspil með lífríki Þjórsár, tilraun dæmd til að mistakast með hörmulegum afleiðingum. Þriðjungur laxastofnsins í ánni allri gæti þurrkast út á einu bretti og hrun myndi blasa við stofninum án þess að nokkuð yrði að gert. Þetta er áhættan sem Landsvirkjun væri að taka með stærsta laxastofn Íslands ef hún fengi að reisa Hvammsvirkjun. Þetta taldi Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í Kveik að væri „mjög ábyrg nýting á auðlindum.“ Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rangárþing ytra Stangveiði Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Eins og allir vita gengur villtur lax víða upp íslenskar ár, þar sem hann hrygnir á haustin. Að vori klekjast út seiði sem dvelja í ánni næstu árin áður en þau fljóta til sjávar þar sem þau vaxa og eflast. Að nokkrum árum liðnum ganga fiskarnir aftur upp fyrrum klaká sína til að hrygna og þannig gengur æviferill laxins í sömu á, kynslóð eftir kynslóð. Til marks um einstakan líffræðilegan fjölbreytileika laxfiska, fóstrar því hver laxá sinn eigin stofn – hann er aðlagaður henni og því einstakur. Laxastofnar í hættu Mannvirkjagerð hefur í flestum löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi gengið að stofnum Atlantshafslaxins nánast dauðum. Stíflur og virkjanir hafa áhrif bæði á uppgöngu hrygnandi laxa úr sjó, sem og niðurgöngu seiða til sjávar, en þau þurfa að komast hratt og örugglega niður árnar. Allar hindranir á vegferð fisks upp eða niður skerða lífslíkur hans stórlega og jafnvel hreinar vatnsforðastíflur án virkjana eru mjög skaðlegar. Í Evrópu eru nú flest stórfljót margstífluð enda lífríki næstum alls staðar afar illa farið. Nýjar vatnsaflsvirkjanir eru hér um bil einvörðungu leyfðar þar sem stíflur hafa þegar verið reistar. Þótt Landsvirkjun sé ekki þekkt fyrir að bera hag lífríkis landsins sérstaklega fyrir brjósti, hefur hún vegna mótstöðu heimafólks við Þjórsá neyðst til að hugleiða afdrif laxastofnsins í ánni. Eins og fram kemur í umhverfismati frá 2003 gerðu upprunalegar hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár ráð fyrir að laxaseiðum yrði einfaldlega dembt yfir stíflur á yfirfalli (!) en þær lögðust illa í vísindamenn og stjórnvöld. Um 2012 setti Landsvirkjun því fram „mótvægisaðgerð“: hugmynd um „seiðafleytu“ sem skyldi passa upp á að seiðin færu hratt og örugglega framhjá stíflum og út í farveg Þjórsár neðan þeirra (reyndar hálfþurran farveg, en það var ekki talið stórmál). Hófst þá hönnun þeirrar útfærslu. Perlað Til að kanna ætlaða hegðun laxaseiðanna og hvernig þau gætu komist niður um seiðafleytu virkjana í neðri Þjórsá smíðaði rannsóknarhópur Landsvirkjunar, með þátttöku verkfræðistofa og tveggja íslenskra háskóla stórt líkan af Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár, með stíflum, inntaki og sérstakri seiðafleytu. Í þetta módel hellti svo hópurinn hrúgum af gulu „perli“, hinum sívinsælu litlu plastsívalningum sem leikskólabörn þekkja svo vel. Landsvirkjun og samrannsakendur gáfu sér sem sagt þá grunnforsendu við líkanagerð og útreikninga að laxaseiði höguðu sér líkt og perl. Ef lesendur trúa þessu ekki má skoða myndband Landsvirkjunar af „rannsókninni“ á hegðun laxaseiða við seiðafleytu Urriðafossvirkjunar hér: Straumfræðilegt líkan af Urriðafossvirkjun. Hið augljósa vandamál við þessa nálgun er að laxaseiði eru ekki viljalausar fisléttar plastagnir fljótandi í tilgangsleysi á vatnsyfirborðinu, lausar við öll skynfæri og áttun í straumvatninu þar sem þau klekjast út og alast upp. Þau eru ekki lítil gul leikskólaperl, sama hversu mikið það auðveldar tilraunir Landsvirkjunar og skilar heppilegum niðurstöðum. Rannsakendur virðast reyndar átta sig á þessu því skýrslur, rannsóknir og ritgerðir tengdar hönnuninni eru fullar af orðum eins og „vonandi“, „lagt er til“, „reiknum með að“, „séu seiði við yfirborð“, „talið er“ og svo má lengi halda áfram. Með öðrum orðum eru hugmyndir Landsvirkjunar um virkni seiðafleytunnar byggðar á óskhyggju, vonum um að hönnunarforsendur standist, og að seiðin láti einhvern veginn að stjórn og fari eftir leiðbeiningum. Já, ef þau nú bara halda sig við yfirborðið og haga sér eins og litla gula perlið í líkaninu fer allt vel. Neyðaráætlanir? En munu þau gera það? Hvað gerist ef hönnunarforsendur Landsvirkjunar standast ekki og seiðin rata til dæmis ekki niður seiðafleytuna, sogast niður í túrbínurnar, laskast illa á niðurleiðinni, tefjast of lengi í lóninu, eða verða afætum að bráð í hálfþurrum farveginum neðan stíflunnar? Jah, þá er einfaldlega engin lausn til. Tíminn til viðbragða er skammur og ef allt fer á versta veg er ekkert hægt að gera. Landsvirkjun hefur neitað að láta stofnunum í té neyðaráætlanir, svo hægt sé að leggja mat á raunhæfni þeirra. Laxastofn deyr Í minnisblaði sem Hafrannsóknunarstofnun og Veðurstofa Íslands unnu fyrir Landsvirkjun í lok árs 2022 kemur fram að „ef svo færi að mótvægisaðgerðir virka alls ekki, og ekkert væri að gert, yrði ekki lax ofan stíflu Hvammsvirkjunar, stofn laxa ofan Búða myndi minnka um sem nemur 64% og heildarstofn laxa í Þjórsá myndi dragast saman um 31%.“ Þetta er í samræmi við nýlegar greinar Elvars Arnar Friðrikssonar og Gísla Sigurðssonar um skelfileg áhrif áætlaðrar Hvammsvirkjunar á laxinn. Út frá minnisblaði Hafró og Veðurstofunnar og þeirri staðreynd að Landsvirkjun hefur enga leið til að bregðast við ef perl hegða sér ekki eins og lifandi laxaseiði, er Hvammsvirkjun ekkert annað en glæfraspil með lífríki Þjórsár, tilraun dæmd til að mistakast með hörmulegum afleiðingum. Þriðjungur laxastofnsins í ánni allri gæti þurrkast út á einu bretti og hrun myndi blasa við stofninum án þess að nokkuð yrði að gert. Þetta er áhættan sem Landsvirkjun væri að taka með stærsta laxastofn Íslands ef hún fengi að reisa Hvammsvirkjun. Þetta taldi Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í Kveik að væri „mjög ábyrg nýting á auðlindum.“ Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun