Körfubolti

Hamar upp í Subway deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamar mun spila í Subway-deild karla á næstu leiktíð.
Hamar mun spila í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Skallagrímur Körfubolti

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Einvígi Hamars og Skallagríms hafði vakið mikla athygli. Hamar endaði með jafn mörg stig og Álftanes sem sigraði 1. deildina en endaði í 2. sæti og þurfti því að fara í úrslitakeppnina.

Þar mættu þeir vel stemmdu liði Skallagríms sem kom einvíginu alla leið í oddaleik en þar reyndust heimamenn í Hamri einfaldlega of sterkir. Á endanum vann Hamar tólf stiga sigur, 93-81, og tryggði sér þar með sæti í Subway-deild karla á næstu leiktíð.

Brendan Paul Howard var frábær í liði Hamars í kvöld með 21 stig og 14 fráköst. Björn Ásgeir Ásgeirsson kom þar á eftir með 21 stig á meðan Jose Medina Aldana skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar.

Í liði Skallagríms var Björgvin Hafþór Ríkharðsson stigahæstur með 25 stig, hann tók einnig 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Keith Jordan Jr. kom þar á eftir með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst.


Tengdar fréttir

Allt undir í Hvera­gerði

Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×