Verum örugg í vorumferðinni Ágúst Mogensen skrifar 24. apríl 2023 10:30 Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun