Handbolti

Haf­dís sögð vera á leið yfir lækinn til Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hafdís Renötudóttir hefur varið mark Fram undanfarin ár.
Hafdís Renötudóttir hefur varið mark Fram undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét

Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska landsliðsins og Fram í Olís deild kvenna í handbolta, ku vera á leið til Vals.

Frá þessu greinir Handbolti.is. Þar segir að hin 25 ára gamla Hafdís og Valur hafi þegar náð samkomulagi. Hafdís hefur verið einn albesti markvörður landsins síðan hún sneri aftur í raðir Fram árið 2019 eftir dvöl erlendis. Lék hún með SønderjyskE í Danmörku og Sola HK í Noregi frá árinu 2017 til 2019 sem og hún lék með Stjörnunni árið áður en hún hélt ytra.

Hafdís mun ekki fagna sigrum Fram á næstunni ef marka má tíðindin.Vísir/Hulda Margrét

Það er ljóst að gríðarlega margt mun breytast hjá Fram á milli ára. Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, mun ekki stýra því áfram eftir að hafa staðið á hliðarlínunni undanfarin níu ár. Í hans stað mun Einar Jónsson taka við þjálfun liðsins.

Ásamt Hafdísi hafa þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ákveðið að róa á önnur mið. Báðar eru farnar heim á Selfoss og munu spila með uppeldisfélaginu á næstu leiktíð.

Íslandsmeistarar Fram enduði í 4. sæti Olís deildar kvenna í ár og féllu úr leik gegn Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur endaði í 2. sæti og kemur inn í undanúrslitin sem hefjast þann 29. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×