Skjálftahrina er hafin í Valhöll Tómas Ellert Tómasson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar