Skjálftahrina er hafin í Valhöll Tómas Ellert Tómasson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar