Grímulaus meirihluti Múlaþings Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2023 07:02 Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun