Að búa í dreifbýli eru forréttindi Ása Valdís Árnadóttir skrifar 18. apríl 2023 09:00 Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun