„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir fimm marka tap á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Vísir/Diego Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. „Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“ Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira