„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 09:00 Hörður Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins. vísir/bára dröfn „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús. Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Sjá meira
Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús.
Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Sjá meira
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15