Endurmat náttúruvár Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar