Endurmat náttúruvár Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun