Þau sem þora Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar 14. apríl 2023 15:00 Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun