Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 21:36 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway. Icelandair Hotels Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira