Selur hjörð en ekki jörð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2025 11:21 Björgvin segir þetta í fyrsta sinn sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. „Ég hef gert mjög mikið af því að selja jarðir ýmist í rekstri eða án reksturs og líka kúabú í rekstri og þannig selt heilu hjarðirnar en þetta er í fyrsta skipti sem maður selur staka hjörð,“ segir Björgvin Guðjónsson fasteignasali í samtali við Vísi. Hjörðin hefur verið auglýst til sölu á tveimur Facebook hópum sem tengjast nautgripum og landbúnaði. „Málið er mér skylt að því leytinu til að ég er sjálfur úr þessari starfsstétt, þó ég sé búinn að starfa miklu lengur sem fasteignasali heldur en í landbúnaði,“ útskýrir Björgvin. Um er að ræða 31 mjólkandi kýr, þar af þrjár í geldstöðu, 24 óbornar kvígur, tólf mánaða og eldri, sex kvígur sex til tólf mánaða, átta kvígukálfa sem eru núll til sex mánaða, fimmtán naut sem eru tólf mánaða og eldri og átta nautkálfar núll til tólf mánaða gamlir. Gripirnir verða til sýnis að Akbraut, Rangárþingi ytra fimmtudaginn 20. nóvember milli 13:00 og 15:00. Óskað er eftir tilboðum og rennur tilboðsfrestur út klukkan 18:00 þann 24. nóvember. Auglýsing Eignatorgs, tekin af Facebook. Jörðin nýlega seld „Þarna er verið að leggja þennan rekstur af, en þessi jörð var nýlega seld,“ segir Björgvin. Jörðin var auglýst til sölu fyrir rúmu ári. Á Fastanum kemur fram að uppsett verð hafi verið þrjúhundruð milljónir króna og jörðin seld sem kúabú í fullum rekstri. Var jörðinni lýst sem mjög fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár og að allur bústofn, framleiðsluréttur, hey og véla- og tækjakostur til búskapar myndi fylgja við sölu. Björgin segist þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga á kaupum á hjörðinni, ekki síst vegna núverandi markaðsaðstæðna og sölu á mjólk. Tíminn verði hinsvegar að leiða í ljós hvort hún muni seljast í heilu lagi eða í hlutum. „Áhuginn er kannski ekki síst vegna þess að það er borgað töluvert fyrir umfram mjólk, mjólk sem er framleidd umfram kvóta og þar af leiðandi er það tiltölulega hagstætt fyrir þá sem hafa pláss og byggingar að nýta þennan glugga á meðan er.“ Landbúnaður Dýr Rangárþing ytra Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
„Ég hef gert mjög mikið af því að selja jarðir ýmist í rekstri eða án reksturs og líka kúabú í rekstri og þannig selt heilu hjarðirnar en þetta er í fyrsta skipti sem maður selur staka hjörð,“ segir Björgvin Guðjónsson fasteignasali í samtali við Vísi. Hjörðin hefur verið auglýst til sölu á tveimur Facebook hópum sem tengjast nautgripum og landbúnaði. „Málið er mér skylt að því leytinu til að ég er sjálfur úr þessari starfsstétt, þó ég sé búinn að starfa miklu lengur sem fasteignasali heldur en í landbúnaði,“ útskýrir Björgvin. Um er að ræða 31 mjólkandi kýr, þar af þrjár í geldstöðu, 24 óbornar kvígur, tólf mánaða og eldri, sex kvígur sex til tólf mánaða, átta kvígukálfa sem eru núll til sex mánaða, fimmtán naut sem eru tólf mánaða og eldri og átta nautkálfar núll til tólf mánaða gamlir. Gripirnir verða til sýnis að Akbraut, Rangárþingi ytra fimmtudaginn 20. nóvember milli 13:00 og 15:00. Óskað er eftir tilboðum og rennur tilboðsfrestur út klukkan 18:00 þann 24. nóvember. Auglýsing Eignatorgs, tekin af Facebook. Jörðin nýlega seld „Þarna er verið að leggja þennan rekstur af, en þessi jörð var nýlega seld,“ segir Björgvin. Jörðin var auglýst til sölu fyrir rúmu ári. Á Fastanum kemur fram að uppsett verð hafi verið þrjúhundruð milljónir króna og jörðin seld sem kúabú í fullum rekstri. Var jörðinni lýst sem mjög fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár og að allur bústofn, framleiðsluréttur, hey og véla- og tækjakostur til búskapar myndi fylgja við sölu. Björgin segist þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga á kaupum á hjörðinni, ekki síst vegna núverandi markaðsaðstæðna og sölu á mjólk. Tíminn verði hinsvegar að leiða í ljós hvort hún muni seljast í heilu lagi eða í hlutum. „Áhuginn er kannski ekki síst vegna þess að það er borgað töluvert fyrir umfram mjólk, mjólk sem er framleidd umfram kvóta og þar af leiðandi er það tiltölulega hagstætt fyrir þá sem hafa pláss og byggingar að nýta þennan glugga á meðan er.“
Landbúnaður Dýr Rangárþing ytra Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent