Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 10:39 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan hefur verið kenndur við Subway. Icelandair Hotels Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert. Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert.
Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira