LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 07:31 LeBron James fagnar eftir körfu frá Dennis Schröder sem virtist hafa tryggt Lakers sigur í nótt en leikurinn fór þó í framlengingu. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld. NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti