„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. apríl 2023 21:08 Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir ákvörðunina ekki vera tekna með pólitík eða muninn á viðskiptaumhverfi Evrópu og Bandaríkjanna í huga. Vísir/Steingrímur Dúi Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“ Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira