Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stundaði fimleika af miklum krafti meðfram handboltanum. Vísir/Vilhelm Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. „Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni