Haukar voru alltaf skrefi á undan í leik dagsins og unnu á endanum þægilegan sigur, lokatölur 32-25.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með 8 mörk, þar á eftir kom Ragnheiður Ragnarsdóttir með 6 mörk. Þá varði Margrét Einarsdóttir 16 skot í markinu og var með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hjá HK skoraði Alfa Brá Hagalín 7 mörk og Embla Steindórsdóttir skoraði 6 mörk.
Á Selfossi vann Stjarnan öruggan útisigur, lokatölur þar 26-31. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 8 mörk í liði Stjörnunnar og Helena Rut Örvarsdóttir kom þar á eftir með 5 mörk. Í markinu varði Darija Zecevic þrettán skot og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu.
Í liði Selfossar skoraði Katla María Magnúsdóttir 6 mörk á meðan Hulda Hrönn Bragadóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 5 mörk hvor.
Haukar enda í 5. sæti með 14 stig á meðan Stjarnan endar í 3. sæti með 31 stig. Selfoss endar í 7. sæti með 8 stig og HK í 8. og neðsta sæti með 4 stig.