Bjarni Fritzson: Við vorum í basli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 21:40 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03