Stutt við þolendur heimilisofbeldis Willum Þór Þórsson skrifar 29. mars 2023 07:30 Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Breytingar á þessum málaflokki hafa staðið yfir í ráðuneytinu í nokkur ár. Skýrsla Finnborgar Salome Steinþórsdóttur um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 var kveikjan að því að leggja mat á heilbrigðisþjónustu varðandi kynbundið ofbeldi, skýra verkferla og bæta úrræði. Skipaður var þverfaglegur starfshópur sem var falið að móta samræmt verklag vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis sem sækja þjónustu á heilbrigðisstofnanir landsins. Síðan þá hefur fjölmargt unnist, í góðu samstarfi milli ráðuneyta og stofnanna. Þar má m.a. nefna að samstarf við ríkislögreglustjóra við útfærslu rafrænnar samskiptagáttar milli heilbrigðiskerfis og lögreglunnar er hafið. Þá hafa félagsráðgjafar og sálfræðingur sem sérstaklega voru ráðnir vegna innleiðingar verklags við móttöku þolenda heimilisofbeldis hafið störf. Einnig hefur sálfræðiþjónusta við þolendur og gerendur í kynferðisbrotamálum verið aukin og hafin er gerð fræðsluefnis og kennslumyndbanda sem mun nýtast víða. Meðal annars við kennslu í háskólum en þörf er á aukinni þekkingu á málaflokknum. Fljótlega verður innleitt nýtt samræmt verklag við móttöku þolenda heimilisofbeldis í heilbrigðisþjónustu. Verklagið miðar að því að ná á heildstæðan hátt utan um þarfir einstaklingsins. Meðal annars er tenging við félagsráðgjafa og áfallateymi sem getur veitt viðeigandi sálrænan stuðning og mögulega meðferð við áfallastreitu ef þörf krefur. Einnig er boðin tenging við lögmann í viðeigandi málum ef til að mynda um kynferðisbrot er að ræða. Innleidd verður samræmd skráning á þessum málum og leitast við að einfalda allar boðleiðir. Verklagið á að vera til þess fallið að aukagæði þjónustunnar og tryggja samræmi, sanngirni og jafnræði. Samhliða umbótum á verklagi liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Markmið breytingarinnar er að skýra heimild heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu. Tilkynningin yrði gerð í samráði við sjúkling og er heilbrigðisstarfsfólki þá heimilt að miðla til lögreglu þeim upplýsingum sem eru taldar nauðsynlegar í þeim tilgangi að tryggja nauðsynlega vernd og stuðning. Samkvæmt íslenskum rannsóknum kemur kona annan hvern dag á bráðamóttökuna á Landspítala vegna líkamlegra áverka í kjölfar heimilisofbeldis. Þá eru ótaldar komur á aðrar heilbrigðisstofnanir, heilsugæslu og til annars heilbrigðisstarfsfólks. Þessar tölur vekja óhug og draga fram þörf fyrir aukinn stuðning, vandaða verkferla og þéttari samvinnu. Ég bind von við að þessar breytingar, sem unnar hafa verið af miklum samtakamætti, skili sér í auknum stuðning við þolendur og öruggara samfélagi. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Alþingi Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Breytingar á þessum málaflokki hafa staðið yfir í ráðuneytinu í nokkur ár. Skýrsla Finnborgar Salome Steinþórsdóttur um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 var kveikjan að því að leggja mat á heilbrigðisþjónustu varðandi kynbundið ofbeldi, skýra verkferla og bæta úrræði. Skipaður var þverfaglegur starfshópur sem var falið að móta samræmt verklag vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis sem sækja þjónustu á heilbrigðisstofnanir landsins. Síðan þá hefur fjölmargt unnist, í góðu samstarfi milli ráðuneyta og stofnanna. Þar má m.a. nefna að samstarf við ríkislögreglustjóra við útfærslu rafrænnar samskiptagáttar milli heilbrigðiskerfis og lögreglunnar er hafið. Þá hafa félagsráðgjafar og sálfræðingur sem sérstaklega voru ráðnir vegna innleiðingar verklags við móttöku þolenda heimilisofbeldis hafið störf. Einnig hefur sálfræðiþjónusta við þolendur og gerendur í kynferðisbrotamálum verið aukin og hafin er gerð fræðsluefnis og kennslumyndbanda sem mun nýtast víða. Meðal annars við kennslu í háskólum en þörf er á aukinni þekkingu á málaflokknum. Fljótlega verður innleitt nýtt samræmt verklag við móttöku þolenda heimilisofbeldis í heilbrigðisþjónustu. Verklagið miðar að því að ná á heildstæðan hátt utan um þarfir einstaklingsins. Meðal annars er tenging við félagsráðgjafa og áfallateymi sem getur veitt viðeigandi sálrænan stuðning og mögulega meðferð við áfallastreitu ef þörf krefur. Einnig er boðin tenging við lögmann í viðeigandi málum ef til að mynda um kynferðisbrot er að ræða. Innleidd verður samræmd skráning á þessum málum og leitast við að einfalda allar boðleiðir. Verklagið á að vera til þess fallið að aukagæði þjónustunnar og tryggja samræmi, sanngirni og jafnræði. Samhliða umbótum á verklagi liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Markmið breytingarinnar er að skýra heimild heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu. Tilkynningin yrði gerð í samráði við sjúkling og er heilbrigðisstarfsfólki þá heimilt að miðla til lögreglu þeim upplýsingum sem eru taldar nauðsynlegar í þeim tilgangi að tryggja nauðsynlega vernd og stuðning. Samkvæmt íslenskum rannsóknum kemur kona annan hvern dag á bráðamóttökuna á Landspítala vegna líkamlegra áverka í kjölfar heimilisofbeldis. Þá eru ótaldar komur á aðrar heilbrigðisstofnanir, heilsugæslu og til annars heilbrigðisstarfsfólks. Þessar tölur vekja óhug og draga fram þörf fyrir aukinn stuðning, vandaða verkferla og þéttari samvinnu. Ég bind von við að þessar breytingar, sem unnar hafa verið af miklum samtakamætti, skili sér í auknum stuðning við þolendur og öruggara samfélagi. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun