Handbolti

Ís­lendinga­liðin Kadet­ten og Flens­burg flugu inn í átta liða úr­slitin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór var eins og svo oft áður markahæsti maður vallarins.
Óðinn Þór var eins og svo oft áður markahæsti maður vallarins. Kadetten

Íslendingaliðin Kadetten Schaffhausen frá Sviss og Flensburg frá Þýskalandi eru komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sigra í dag. Bæði lið höfðu örugga forystu eftir fyrri umferðina og því var sætið í átta liða úrslitum í raun aldrei í hættu.

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, unnu góðan tveggja marka sigur gegn sænska liðinu Ystads, 25-27. 

Kadetten vann fyrri leik liðanna með sex marka mun og niðurstaðan í einvíginu varð því átta marka sigur Kadetten, 65-57. Óðinn Þór var markahæsti maður vallarins líkt og í fyrri leiknum og skoraði átta mörk í dag.

Þá skoraði Teitur örn Einarsson þrjú mörk fyrir Flensburg sem vann fimm marka sigur gegn Benfica, 33-28. Teitur og félagar unnu fyrri leikinn með 13 marka mun og því var leikurinn í dag hálfgert formsatriði.

Kadetten mætir sigurvegurum úr einvígi Skjern og Füchse Berlin í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Refirnir frá Berlín leiða með fimm mörkum fyrir seinni leikinn, en Flensburg mætir spænska liðinu Granolles.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.