Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld um hita­málið fyrir komandi árs­þing KKÍ: „Viljum öll fjölga liðum í úr­vals­deild“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ætti að fjölga liðum í efstu deild kvenna í körfubolta? Eða breyta fyrirkomulaginu?
Ætti að fjölga liðum í efstu deild kvenna í körfubolta? Eða breyta fyrirkomulaginu? Vísir/Vilhelm

„Það er stór helgi framundan í körfuboltasamfélaginu. Ákvarðanir sem verða teknar um helgina eru mikilvægar, bæði í karla- og ekki síst í kvennaboltanum,“ sagði Hörður Unnsteinsson, stjórnandi Körfuboltakvölds kvenna en um helgina fer ársþing KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands, fram.

„Við ætlum að fara aðeins yfir þessar tvær tillögur sem liggja fyrir,“ bætti Hörður við.

Fyrri tillagan

  • Fjölga í 10 liða úrvalsdeild.
  • Skipta deildinni upp í A og B-deild eftir tvær heilar umferðir.  Fimm lið í hvorri deild. Spila aðrar fimm umferðir. 
  • Efstu sex fara í úrslitakeppni: Efstu fimm úr A-riðli og topplið B-riðils
  • 3. sæti spilar við 6. sæti og 4. sæti spilar við 5. sæti. Liðin sem sigra mæta 1. og 2. sæti í undanúrslitum.
  • Liðið í neðsta sæti fer beint niður á meðan liðið í 9. sæti spilar upp á sæti við 2. til 4. sæti í 1. deild.

„Virðist vera hitapumálið á þingi helgarinnar ásamt þessari þriggja ára reglu í karlaboltanum,“ bætir Hörður við.

Síðari tillagan

  • Halda 8 liða úrvalsdeild og „rest“ í 1. deild.
  • Neðstu tvö liðin í úrvalsdeild falla niður um deild á hverju ári.
  • Efsta liðið í 1. deild fer bent upp og lið í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið

55. Körfuknattleiksþing verður sett kl. 10:00 á morgun, laugardaginn 25. mars. Fyrir þinginu liggja alls 21 tillaga um breytingar á lögum eða reglugerðum sambandsins, ásamt því sem fyrir liggur að kosið verður milli sex einstaklinga um fimm sæti í stjórn KKÍ. 

Þingið verður í beinni útsendingu á Youtube síðu KKÍ, en hægt verður að sjá útsendinguna hérna. Öll þau gögn sem liggja fyrir þinginu má sjá á heimasíðu KKÍ, en síðan verður uppfærð meðan á þingi stendur með þeim breytingartillögum sem berast.

Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld um hitamálið fyrir komandi ársþing KKÍ: Viljum öll fjölga liðum í úrvalsdeild



Fleiri fréttir

Sjá meira


×