Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar 20. mars 2023 19:31 Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun