Formúla 1

Öruggur sigur Pér­ez og magnaður Ver­stappen komst á verð­launa­pall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurvegarinn í Sádi-Arabíu.
Sigurvegarinn í Sádi-Arabíu. EPA-EFE/Luca Bruno

Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, kom sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu. Samherji hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, tókst á undraverðan hátt að enda á verðlaunapalli þrátt fyrir að ræsa fimmtándi.

Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu.

Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti.

Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall.

Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.