„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 10:00 Hannes S. Jónsson Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes. Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes.
Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira