Körfubolti

Jordan íhugar að selja Charlotte

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Jordan er af flestum talinn besti körfuboltamaður sögunnar. Fáir telja hann hins vegar góðan eiganda.
Michael Jordan er af flestum talinn besti körfuboltamaður sögunnar. Fáir telja hann hins vegar góðan eiganda. getty/Jacob Kupferman

Körfuboltagoðið Michael Jordan gæti selt meirihluta sinn í NBA-liðinu Charlotte Hornets.

Jordan hefur átt Charlotte undanfarin þrettán ár en það gæti breyst á næstunni. 

Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá því að Jordan eigi í viðræðum um að selja hlut sinn í Charlotte til Gabe Plotkin, sem á hlut í Charlotte, og Rick Schnall, sem á hlut í Atlanta Hawks.

Fari svo að Jordan selji meirihluta sinn í Charlotte mun hann samt alltaf eiga lítinn hlut í félaginu.

Jordan keypti meirihluta í Charlotte fyrir 275 milljónir Bandaríkjadala 2010. Síðan þá hefur liðið aðeins tvívegis komist í úrslitakeppnina.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×