Leikskólakennari í innvistarvanda Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir skrifar 17. mars 2023 08:01 Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun