Að hjálpa þegar þú þarft á hjálp að halda Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun