Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun