„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 23:15 Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. „Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
„Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins