Hvað þýðir Þjóðarsátt? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. mars 2023 12:01 Í liðnum Alþingiskosningum og þeim þarsíðustu, og öllum þar á undan, kepptust stjórnmálaflokkarnir um hylli kjósenda með gylliboðum um sátt og aðgerðir í flestum málaflokkum, sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Þjóðarátak um allt og ekkert, gjaldfrjálst þetta og hitt, afnám alls þess versta, og útrýma þessu og hinu. Þjóðarátak í húsnæðismálum, leigubremsu, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, áfnám skerðinga, afnám verðtryggingar, útrýma fátækt, húsnæði sé grunnþörf, sanngjörn auðlindagjöld, auðlind í þjóðareign, réttlátara skattkerfi, nýja stjórnarskrá, aukin jöfnuð.. ég ákvað að stoppa hér. Því listinn er ótæmandi. Það sem öll þessi mál eiga sameiginlegt af loforðalistum stjórnvalda og stjórnmálaflokka vita vonandi flestir. Að þrátt fyrir fögur fyrirheit um bót og betrun í öllu því sem að ofan er talið hefur staðan versnað til muna, ekkert hefur gerst sem hægt er að kalla jákvæð skref, framfarir eða efndir. Staðan versnar bara og versnar því árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðum leigjendum! Árum saman hafa grunnstoðir velferðar verið að molna undan okkur og árum saman hefur ójöfnuður og misskipting aukist. Á sama tíma hafa verið botnlaus veisluhöld hjá ríkasta og valdamesta fólki þjóðarinnar. Og staðan á eftir að verða enn verri ef ekkert verður að gert! Seðlabankastjóri kallaði nýverið eftir Þjóðarsátt og beindi orðum sínum meðal annars til verkalýðshreyfingarinnar. En um hvað ætti sú þjóðarsátt að snúast? Að skera Ríkisvaldið úr snöru sérhagsmunagæslu, vanefnda og aðgerðaleysis? Á þjóðarsáttin að leiðrétta skelfileg hagstjórnarmistök Seðlabankans? Eða á hún að snúast um sátt við orðinn hlut hjá launafólki og almenningi öllum? Orðinn hlut methagnaðar fyrirtækja og ofurlauna forstjóra þeirra? Orðinn hlut bankanna? Orðinn hlut um hærri arðgreiðslur og gjaldskrárhækkanir? Er þetta dulbúin vegferð sem stjórnvöld, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins hafa komið sér saman um og ætla að leiða verkalýðshreyfinguna í næst? Með teboðum um mikilvægi samstöðu þjóðar um hrikalega stöðu sem er alfarið á ábyrgð þeirra sem eftir sáttinni kalla? Sú kjaralota sem við stöndum frami fyrir verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið fór í nauðvörn og reis upp, greip potta og pönnur og skundaði á austurvöll, í nauðvörn, því málsvarann var hvergi að finna. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin gekk í hringi með tebolla í annari og blýjant í hinni þá geta þeir tímar auðveldlega komið aftur. Það eru öll viðvörunarljós löngu farin að blikka og því hefur sjaldan verið eins mikilvægt að velja til forystu fólk sem hefur vilja og getu til að veita það aðhald sem til þarf og hefur úthald og staðfestu til að ná árangri. Í þessari baráttu vinnst enginn fullnaðar sigur. Þetta er endalaus barátta, barátta fyrir bættum kjörum og varnarbarátta til að verja þau gildi og réttindi sem þegar eru til staðar og stöðugt er verið að þrengja að. Þetta er barátta gegn óréttlæti, sjálftöku, græðgi og spillingu. Þetta er barátta fyrir daginn í dag og alla daga eftir hann. Þetta er barátta fyrir okkur sjálf, foreldra okkar, börnin okkar, náungan, og komandi kynslóðir. Við stöndum á tímamótum sem samfélag. Kjaraviðræður um langtíma samning hófust formlega þann 19.janúar síðastliðinn, með viðræðum um starfsmenntamálin og hvernig við getum nýtt endurmenntun til að efla félagsfólk okkar á tímum sjálfvirknivæðingar, gervigreindar og tæknibreytinga. Í byrjun febrúar hófum við undirbúning að aðgerðum vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Viðræður um aðgerðir vegna stöðunnar á leigumarkaði og vegna hækkandi afborgana húsnæðislána. Vinna við stórátak í uppbyggingu á húsnæðismarkaði, um landið allt, stendur yfir og vinna við að stórauka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í þeirri uppbyggingu. Nýja húsnæðisfélagið Blær, undir hatti ASÍ og BSRB, mun hefja framkvæmdir nú í mars og verða fyrstu íbúðirnar afhentar næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið og verða fyrstu íbúðirnar eingöngu í boði fyrir félagsfólk VR. Um miðjan mars hefjast svo viðræður um fjarvinnu, 32 stunda vinnuviku og 30 daga orlof. Svo atvinnulýðræði og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, útvíkkun á veikindarétti og svo koll af kolli. Viðræður eru tímasettar út árið út frá kröfugerð sem um 6.000 VR félagar tók þátt í að móta. Hverjum treystir þú til að leiða þetta verkefni? Góð vinna hefur farið fram eftir ASÍ þingið um hvernig vinna eigi úr flókinni stöðu Alþýðusambandsins og gengur sú vinna vel. Vinnufundir hafa verið haldnir og hugmyndir settar fram hvernig virkja megi ASÍ svo það verði öflugra þrýstiafl. Einnig er jákvætt samtal hafið um samflot hreyfingarinnar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Það er komið að ögurstundu hjá okkur sem samfélag. Næstu ár ráða úrslitum um lífskjör okkar til framtíðar. Vinnan er nú þegar hafin og gengur vel. Staðan er flókin en ekki óyfirstíganleg. Ég óska eftir stuðningi VR félaga til að leiða verkefnið áfram. Ég óska eftir stuðningi til að ná árangri. Kosið er til formanns og stjórnar VR dagana 8. Til 15.mars á vr.is. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðnum Alþingiskosningum og þeim þarsíðustu, og öllum þar á undan, kepptust stjórnmálaflokkarnir um hylli kjósenda með gylliboðum um sátt og aðgerðir í flestum málaflokkum, sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Þjóðarátak um allt og ekkert, gjaldfrjálst þetta og hitt, afnám alls þess versta, og útrýma þessu og hinu. Þjóðarátak í húsnæðismálum, leigubremsu, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, áfnám skerðinga, afnám verðtryggingar, útrýma fátækt, húsnæði sé grunnþörf, sanngjörn auðlindagjöld, auðlind í þjóðareign, réttlátara skattkerfi, nýja stjórnarskrá, aukin jöfnuð.. ég ákvað að stoppa hér. Því listinn er ótæmandi. Það sem öll þessi mál eiga sameiginlegt af loforðalistum stjórnvalda og stjórnmálaflokka vita vonandi flestir. Að þrátt fyrir fögur fyrirheit um bót og betrun í öllu því sem að ofan er talið hefur staðan versnað til muna, ekkert hefur gerst sem hægt er að kalla jákvæð skref, framfarir eða efndir. Staðan versnar bara og versnar því árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðum leigjendum! Árum saman hafa grunnstoðir velferðar verið að molna undan okkur og árum saman hefur ójöfnuður og misskipting aukist. Á sama tíma hafa verið botnlaus veisluhöld hjá ríkasta og valdamesta fólki þjóðarinnar. Og staðan á eftir að verða enn verri ef ekkert verður að gert! Seðlabankastjóri kallaði nýverið eftir Þjóðarsátt og beindi orðum sínum meðal annars til verkalýðshreyfingarinnar. En um hvað ætti sú þjóðarsátt að snúast? Að skera Ríkisvaldið úr snöru sérhagsmunagæslu, vanefnda og aðgerðaleysis? Á þjóðarsáttin að leiðrétta skelfileg hagstjórnarmistök Seðlabankans? Eða á hún að snúast um sátt við orðinn hlut hjá launafólki og almenningi öllum? Orðinn hlut methagnaðar fyrirtækja og ofurlauna forstjóra þeirra? Orðinn hlut bankanna? Orðinn hlut um hærri arðgreiðslur og gjaldskrárhækkanir? Er þetta dulbúin vegferð sem stjórnvöld, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins hafa komið sér saman um og ætla að leiða verkalýðshreyfinguna í næst? Með teboðum um mikilvægi samstöðu þjóðar um hrikalega stöðu sem er alfarið á ábyrgð þeirra sem eftir sáttinni kalla? Sú kjaralota sem við stöndum frami fyrir verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið fór í nauðvörn og reis upp, greip potta og pönnur og skundaði á austurvöll, í nauðvörn, því málsvarann var hvergi að finna. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin gekk í hringi með tebolla í annari og blýjant í hinni þá geta þeir tímar auðveldlega komið aftur. Það eru öll viðvörunarljós löngu farin að blikka og því hefur sjaldan verið eins mikilvægt að velja til forystu fólk sem hefur vilja og getu til að veita það aðhald sem til þarf og hefur úthald og staðfestu til að ná árangri. Í þessari baráttu vinnst enginn fullnaðar sigur. Þetta er endalaus barátta, barátta fyrir bættum kjörum og varnarbarátta til að verja þau gildi og réttindi sem þegar eru til staðar og stöðugt er verið að þrengja að. Þetta er barátta gegn óréttlæti, sjálftöku, græðgi og spillingu. Þetta er barátta fyrir daginn í dag og alla daga eftir hann. Þetta er barátta fyrir okkur sjálf, foreldra okkar, börnin okkar, náungan, og komandi kynslóðir. Við stöndum á tímamótum sem samfélag. Kjaraviðræður um langtíma samning hófust formlega þann 19.janúar síðastliðinn, með viðræðum um starfsmenntamálin og hvernig við getum nýtt endurmenntun til að efla félagsfólk okkar á tímum sjálfvirknivæðingar, gervigreindar og tæknibreytinga. Í byrjun febrúar hófum við undirbúning að aðgerðum vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Viðræður um aðgerðir vegna stöðunnar á leigumarkaði og vegna hækkandi afborgana húsnæðislána. Vinna við stórátak í uppbyggingu á húsnæðismarkaði, um landið allt, stendur yfir og vinna við að stórauka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í þeirri uppbyggingu. Nýja húsnæðisfélagið Blær, undir hatti ASÍ og BSRB, mun hefja framkvæmdir nú í mars og verða fyrstu íbúðirnar afhentar næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið og verða fyrstu íbúðirnar eingöngu í boði fyrir félagsfólk VR. Um miðjan mars hefjast svo viðræður um fjarvinnu, 32 stunda vinnuviku og 30 daga orlof. Svo atvinnulýðræði og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, útvíkkun á veikindarétti og svo koll af kolli. Viðræður eru tímasettar út árið út frá kröfugerð sem um 6.000 VR félagar tók þátt í að móta. Hverjum treystir þú til að leiða þetta verkefni? Góð vinna hefur farið fram eftir ASÍ þingið um hvernig vinna eigi úr flókinni stöðu Alþýðusambandsins og gengur sú vinna vel. Vinnufundir hafa verið haldnir og hugmyndir settar fram hvernig virkja megi ASÍ svo það verði öflugra þrýstiafl. Einnig er jákvætt samtal hafið um samflot hreyfingarinnar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Það er komið að ögurstundu hjá okkur sem samfélag. Næstu ár ráða úrslitum um lífskjör okkar til framtíðar. Vinnan er nú þegar hafin og gengur vel. Staðan er flókin en ekki óyfirstíganleg. Ég óska eftir stuðningi VR félaga til að leiða verkefnið áfram. Ég óska eftir stuðningi til að ná árangri. Kosið er til formanns og stjórnar VR dagana 8. Til 15.mars á vr.is. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar