Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:01 Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun