Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 15:45 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir fylgist náið með þróuninni. Vísir/Egill Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. „Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01