„KKÍ er að gleyma sér í partýinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 14:30 Viðar Örn Hafsteinsson var allt annað en sáttur með uppákomuna í dag. Vísir/Bára Dröfn Enginn dómari frá KKÍ mætti í leik Breiðabliks og Hattar í 12.flokki karla en lið Hattar var komið frá Egilsstöðum til að spila leikinn. Starfsmaður Egilsstaðaliðsins þurfti sjálfur að dæma leikinn. Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“ Íþróttir barna Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“
Íþróttir barna Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira