Handbolti

Bjarki Már skoraði mörkin sem skildu að

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már skoraði tvívegis.
Bjarki Már skoraði tvívegis. Twitter@telekomveszprem

Bjark Már Elísson lék með Veszprém sem vann tveggja marka sigur á Porto í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með Nantes þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Łomża Kielce.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk í tveggja marka sigri Veszprém, lokatölur 32-30. Yehia Mohammed Elderaa var hins markahæstur hjá í sigurliðinu með 11 mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Veszprém er eftir sigur kvöldsins með 18 stig í 3. sæti riðilsins, jafn mörg stig og Magdeburg sem er í 2. sætinu þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Í B-riðli var landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í eldlínunni. Lið hans Nantes tapaði hins vegar með þriggja marka mun fyrir Łomża Kielce á heimavelli, lokatölur 30-33. Viktor Gísli varði 11 skot í markinu og var með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Nantes er áfram í 3. sæti B-riðils með 14 stig á meðan Kielce er með 22 stig í 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×