„Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Roberto Garcia Parrondo er hér á hliðarlínunni með Melsungen. vísir/getty Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira