„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í Laugardalshöllinni á æfingu fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM? HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM?
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira