„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í Laugardalshöllinni á æfingu fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM? HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM?
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira