Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 11:28 Stiven Tobar Valencia er í fyrsta sinn í A-landsliðinu, fyrir leikina við Tékka. vísir/Diego Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. Ísland mætir Tékklandi ytra 8. mars og svo heima í Laugardalshöll 12. mars. Leikirnir eru í undankeppni EM 2024 þar sem liðin eru í riðli með Eistlandi og Ísrael en Ísland vann bæði þessi lið í haust. Reikna má með að leikirnir við Tékka snúist um að ná efsta sæti riðilsins en 2-3 lið komast upp úr hverjum riðli og því yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar verði með á EM í Þýskalandi í janúar. Raunar er þegar búið að raða Íslandi í ákveðinn riðil á mótinu, og búið að ákveða að Íslendingar spili í München og mögulega Köln. Auk þess að hafa misst aðalþjálfara sinn þarf íslenska liðið að spjara sig án síns besta leikmanns, Ómars Inga Magnússonar, í leikjunum við Tékka því hann glímir við meiðsli. Önnur örvhent skytta, Kristján Örn Kristjánsson, er sömuleiðis ekki í hópnum enda verið að glíma við kulnun. Kristján kom inn í hópinn gegn Ísrael og Eistlandi í október vegna meiðsla Ómars. Í þetta sinn er Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, með og þeir Viggó Kristjánasson deila hægri skyttustöðunni. Stiven kemur inn í hópinn í stað Hákons Daða Styrmissonar og veitir Bjarka Má Elíssyni samkeppni um stöðu vinstri hornamanns. Ólafur Guðmundsson er ekki í hópnum en hann hefur verið frá keppni eftir að hafa meiðst á HM í janúar en fyrirliðinn Aron Pálmarsson, sem einnig meiddist undir lok HM, hefur spilað með liði sínu Álaborg síðan þá og er í hópnum. Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra 8. mars og svo heima í Laugardalshöll 12. mars. Leikirnir eru í undankeppni EM 2024 þar sem liðin eru í riðli með Eistlandi og Ísrael en Ísland vann bæði þessi lið í haust. Reikna má með að leikirnir við Tékka snúist um að ná efsta sæti riðilsins en 2-3 lið komast upp úr hverjum riðli og því yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar verði með á EM í Þýskalandi í janúar. Raunar er þegar búið að raða Íslandi í ákveðinn riðil á mótinu, og búið að ákveða að Íslendingar spili í München og mögulega Köln. Auk þess að hafa misst aðalþjálfara sinn þarf íslenska liðið að spjara sig án síns besta leikmanns, Ómars Inga Magnússonar, í leikjunum við Tékka því hann glímir við meiðsli. Önnur örvhent skytta, Kristján Örn Kristjánsson, er sömuleiðis ekki í hópnum enda verið að glíma við kulnun. Kristján kom inn í hópinn gegn Ísrael og Eistlandi í október vegna meiðsla Ómars. Í þetta sinn er Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, með og þeir Viggó Kristjánasson deila hægri skyttustöðunni. Stiven kemur inn í hópinn í stað Hákons Daða Styrmissonar og veitir Bjarka Má Elíssyni samkeppni um stöðu vinstri hornamanns. Ólafur Guðmundsson er ekki í hópnum en hann hefur verið frá keppni eftir að hafa meiðst á HM í janúar en fyrirliðinn Aron Pálmarsson, sem einnig meiddist undir lok HM, hefur spilað með liði sínu Álaborg síðan þá og er í hópnum. Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen
Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01
„Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00
„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15