Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 15:31 Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun