Handbolti

Selfoss endurheimtir Perlu um hálsinn

Sindri Sverrisson skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir hefur verið fastakona í íslenska landsliðinu.
Perla Ruth Albertsdóttir hefur verið fastakona í íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Selfyssingar hafa tryggt sér sannkallaðan hvalreka frá og með næsta sumri því landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim.

Perla er ein af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 137 leiki og 457 mörk. Þessi öfluga landsliðskona getur leikið bæði sem línumaður og hornamaður og var valin íþróttakona Umf. Selfoss árin 2017 og 2018.

Perla hefur síðustu ár leikið með Fram en fer aftur til Selfoss eftir tímabilið. Hún skrifaði undir samning til þriggja ára við handknattleiksdeild Selfoss sem kynnti hana til leiks með myndbandi sem sjá má hér að neðan.

Selfyssingar fagna skiljanlega endurkomu Perlu og segja hana verða mikla styrkingu fyrir sitt lið  í Olís-deildinni næsta vetur. 

Sæti Selfoss í deildinni er þó ekki tryggt því eins og staðan er núna fer liðið í umspil við lið úr Grill 66-deildinni í vor um sæti í Olís-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×