Handbolti

Gísli skoraði átta í sigri | Teitur og Ýmir unnu stórsigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag.
Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag. Vísir/Getty

Íslendingar voru í eldlínunni í þrem af fjórum leikjum sam fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Magdebur er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Hamburg og Teitur Örn Einarsson og Ýmir Örn Gíslason unnu stórsigra með sínum liðum.

Þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk úr tíu skotum fyrir Magdeburg var Gísli aðeins næst markahæsti leikmaður liðsins í dag, en Kay Smits gerði sér lítið fyrir og skoraði tólf úr fimmtán skotum.

Gísli lagði einnig upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína og Magdeburg vann að lokum fjögurra marka sigur, 32-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Magdeburg situr í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum minna en topplið Füchse Berlin sem hefur leikið tveimur leikjum meira.

Þá voru Teitur Örn Einarsson og Y´mir Örn Gíslason einnig í sigurliðum í dag. Teitur og félagar í Flensburg unnu öruggan 13 marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer, 30-17, og Ýmir og félagar unnu enn öruggari 14 marka sigur gegn Stuttgart, 41-27.

Að lokum vann Hannover-Burgdorf góðan fjögurra marka sigur gegn Göppingen, 28-24, en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×