Körfubolti

Fleiri ríki í Banda­ríkjunum setja nú LeBron James fyrir ofan Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Michael Jordan hittust á Stjörnuleiknum í fyrra en NBA deildin valdi þá 75 bestu leikmenn allra tíma í tilefni af 75 ára afmæli deildarinnar.
LeBron James og Michael Jordan hittust á Stjörnuleiknum í fyrra en NBA deildin valdi þá 75 bestu leikmenn allra tíma í tilefni af 75 ára afmæli deildarinnar. Getty/Kevin Mazur

LeBron James er nú orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem mörgum finnst að hjálpi honum mikið í baráttunni um að vera álitinn sá besti sem hefur spilað körfuboltaíþróttina.

Hingað til hafa flestir verið á Michael Jordan vagninum og þeir sem upplifðu hann gnæfa yfir NBA deildina í meira en áratug eru svo sem ekki líklegir til að stíga af þeim vagni.

The Score setti saman kort af því hvaða skoðun fólk hefur á geitarumræðunni eftir því hvar það býr í Bandaríkjunum. Kortið er unnið upp úr staðsetningargögnum frá Twitter þegar viðkomandi er að tjá sig um LeBron James og Michael Jordan.

Kortið er hér fyrir neðan og er býsna athyglisvert.

Michael Jordan heldur að sjálfsögðu velli í Chicago og nærríkjum en hann var náttúrulega sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls.

Jordan er líka í fyrsta sæti í New York ríki og svo í Norður-Karólínu þar sem hann fæddist og fór í háskóla. Hann er líka efstur í Washington og nærsveitum en Jordan endaði feril sinn með Washington Wizards liðinu.

LrBron James er auðvitað efstur í þeim þremur ríkjum þar sem hefur spilað, Ohio, Flórída og Kaliforníu. Hann hefur líka mikið fylgi í Vesturhluta Bandaríkjanna eða í öllum ríkjum þar nema Oregon og Arizona. James er líka með meira fylgi í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Þess má geta að Michael Jordan heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×